Karrí rækjur

Karrí rækjur

Nokkrar stórar rækjur

2 tsk olía til steikingar

grænn eða rauður chili til að toppa réttinn þegar borið er fram

sósan:

1 tsk bragðlítil olía

1/2 laukur, fínt skorinn

2 hvítlauksrif, rifin

1 tsk engifer

1 tsk cumin

1 tsk paprika

1 tsk kóríander

1 tsk karríduft (ég nota korma karrí)

1/2 tsk gróft salt

1 1/2 tsk turmerik

klípa af cayenne

250 ml passata (hálf ferna)

1 dl kókosmjólk

1 dl vatn

Byrja á að mýkja laukinn í 1-2 tsk af olíu og bæta síðan við kryddum og hvítlauk og steikja í 1 mín í viðbót. Bæta út á pönnuna passata og vatni. Leyfa sósunni aðeins að krauma áður en kókosmjólkinni er bætt við og soðið þar til þykktin er ásættanleg (fer eftir smekk).

Á annari pönnu má hita tsk af olíu og steikja rækjurnar í 1 mín á hvorri hlið. Í lokin er rækjunum skellt aðeins í sósuna og borið fram með grjónum og ferskum chili.