Kasjúkjúklingur
1 bakki kjúklingabringur (4 stk)
1 stk gul paprika
2-3 stk skalottlaukur
3 lauf hvítlaukur
45 g tómatpúrra
50 g milt korma karrímauk
1 stk kjúklingakraftur (gel)
2 msk kasjúhnetusmjör
2 tsk sykur
1 stk grænt chili
150 g grísk jógúrt (enn betra ef hún er síuð í gegnum kaffipoka í 30 mínútur til að minnka mysuna)
Borið fram með:
basmati grjón
naan brauð
Byrjið á að sneiða laukinn smátt og skera paprikuna í bita. Setjið smávegis olíu, salt og pipar á grænmetið og setjið í ofnfat. Steikið gærnmetið í ofni við 200°c í 15-20 mínútur eða þar til grænmetið er mjúkt.
Á meðan grænmetið er í ofninum má hita olíu á pönnu og steikja hvítlauk, karrímauk og tómatpúrru í 1-2 mínútur.
Bætið síðan við kjúkling, vatni, kjúklingakrafti og sykri.
Hitið að suðu og lækkið síðan undir pönnunni. Leyfið réttinum að sjóða við vægan hita undir loki í 20 mínútur.
Í lokin má setja steikta grænmetið, kasjúsmjörið, jógúrtina og sneitt grænt chili. Hitið í 1-2 mínútur og berið síðan fram með soðnum basmati grjónum og naan brauði.