Kjúklingasamloka með sultuðum rauðlauk

Kjúklingasamloka með sultuðum rauðlauk
(1)

4 sneiðar nýtt gott dökkt brauð

2 kjúklingabringur skornar í tvennt (þunnt)

steiktar með salti og pipar

1 avocado maukað með

smá sítrónusafi

salt og pipar

klettakál

Rauðlaukssu1ta:

1 Rauðlaukur

1 msk olía

2 tsk balsam edik

1 msk púðursykur

vatn eftir þörfum

1 msk furuhnetur til að toppa allt saman

Rauðlaukurinn er skorinn í tvennt og síðan í þunnar sneiðar. Mýktur í olíu og síðan er púðursykri og ediki bætt út á og látið þykkna aðeins.

Gott að gera open faced samloku eða smyrja báðar hliðarnar með avocado stöppunni.Raða klettakáli, steiktum kjúkling og toppa með rauðlaukssultunni og furuhnetum.

Ég hef líka notað snittubrauð og gert þetta að smáréttum í afmælisveislu.