Klassísk kjúklingabaka

Klassísk kjúklingabaka

Bökuskelin:

1 Bolli hveiti

2 tsk sykur

1/4 tsk salt

60 g kalt smjörlíki

1 msk grænmetisolía

1 1/2 msk kalt vatn

Allt hnoðað saman og sett í kæli í a.m.k. 30 mínútur

1 msk olía

1 askja sveppir (kastaníusveppir eru góðir)

1/2 lítill laukur, saxaður

1 bolli smátt skorin gulrót

1/3 bolli smátt skorið sellerí

1 1/2 tsk hvítlauksduft

1/2 tsk salt

1/4 tsk svartur pipar

1/4 bolli hveiti

2 bollar möndlumjólk

2 bollar rifinn kjúklingur (2 bringur)

1/2 bolli frosinn maís

1/2 bolli frosnar ertur (grænar baunir/peas)

1/2 bakki strengjabaunir

2 tsk timjan

1 egg, slegið sem 1 msk af vatni til að pensla með

Hitið ofninn í 200°c. Hitið olíu í djúpri pönnu og steikið sveppi í nokkrar mínútur. Bætið við lauk, gulrót, sellerí og kryddum og steikið aðeins áfram. þegar grænmetið er farið að mýkjast á að strá hveitinu yfir og bæta síðan möndlumjólkinni út á í smá skömmtum. Leyfa blöndunni að þykkna og Bæta síðan maís, ertum, baunabelgjum og timjan út á pönnuna. Látð sjóða við vægan hita í 3-5 mínútur og setja sína yfir í ofnfat.

Fletja úr bökudeigið og setja yfir ofnfatið. skerið raufar í deigið til að gufa nái að sleppa út úr bökunni við baksturinn. Penslið með eggjablöndunni og bakið í ofni þar til topurinn er orðinn gullinbrún. Um 30 mín.