Kotasælubollur
1 þurrgerspakki
3 dl mjólk
1 dl kotasæla
3 msk matarolía
1 egg
60 g rifinn mozzarella
2 tsk herbamare salt
500-550 gr hveiti
Blandið gerinu út í ylvolga mjólkina. Blandið matarolíu,osti,kotasælu og kryddi saman við.
Bætið helmingnum af hveitinu út í og látið hefast í 30 mínútur.
Hnoðið hveitinu sem eftir er smátt og smátt út í deigið.
Skiptið deiginu í 15-20 bita. Mótið bollur og raðið á bökunarpappírsklædda plötu.
Látið svo hefast aftur í 30 mínútur. Penslið með mjólk eða eggi.
Bakið við 220°c í 10-15 mínútur eða þar til bollurnar eru aðeins farnar að taka lit.