Kransakaka
Úr þessari uppskrift fékk ég 18 kransakökuhringi og átti afgang sem var skorinn niður í kransakökubita.
1,5 kg 63% marsipan (Bleikur Odense)
600 g sykur
2 stórar eggjahvítur
Glassúr:
2 eggjahvítur
200 g flórsykur
1-2 msk sítrónusafi
Byrjið á að brytja niður marsipanið í smærri bita og setjið í matvinnsluvél ásamt sykri. Vinnið sykurinn og marsipanið vel saman með K-inu (það er líka hægt að geta þetta í matvinnsluvél). Þegar sykurinn hefur hnoðast vel inn í marsipanið má bæta eggjahvítunni saman við. Ekki hræra blönduna of lengi með eggjahvítunni.
Takið deigið og hnoðið aðeins á borði. Pakkið deiginu vel í plastfilmu og kælið í a.m.k. klukkustund.
Smyrjið kransakökuformin vel og dustið örlitlu af fínmöluðu semolina mjöli til að koma í veg fyrir að deigið festist í formunum.
Takið bút af deiginu og rúllið út í um 1,5 cm langar lengjur. Leggið lengjurnar í formin og klípið saman endana.
Setjið formin með deiginu í kæli í 20 mínútur áður en það er bakað (þetta minnkar líkur á sprungur í deiginu).
Afgangsdeig má rúlla út eins og áður, skera í bita og baka á plötu.
Bakið við 200°c í 8-12 mínútur. Deigið á að taka smávegis lit.
Kælið á grind og geymið í plasti við stofuhita eða í frysti ef á að geyma í lengri tíma.
Ef hringirnir eru frystir þarf að láta þá þiðna alveg áður en þeir eru settir saman.
Útbúið kramahús úr bökunarpappír og fyllið af glassúr úr eggjahvítu, sítrónusafa og flórsykri. Þykktin á að vera þannig að dropi af glassúr hangi níður úr skeiðinni.
Skreytið og raðið hringjunum saman eftir stærð. Skreytið með kökuskrauti og kransakökukonkekti.