Kryddaðir sætkartöflu fleygar

Kryddaðir sætkartöflu fleygar

Sætar kartöflur eru bragðgóðar og passa vel með flestum mat. þær hafa lægri sykurstuðul en venjulega kartaflan og er full af næringarefnum. Það má vel borða hýðið með svo það er best að skrúbba kartöfluna vel með bursta undir rennandi vatni.

1 sæt kartafla

1 msk olía

1/2 tsk steinselja

1/2 tsk timjan

1/2 tsk laukduft

salt

svartur pipar

Skolið og þerrið sætu kartöfluna. Skerið kartöfluna í svipað stóra báta. Setjið kartöflufleygana í skál eða poka og hellið olíunni yfir. Veltið kartöflubátunum um í olíunni.

Stráið kryddunum yfir kartöflurnar og veltið pokanum um eða hrærið upp í skálinni til að dreifa kryddinu vel.

Forhitið air fryer í 180°c og steikið kartöflurnar í 10-15 mínútur. Tíminn fer eftir þykkt fleyganna en best er að stinga í kartöflurnar eftir 10 mínútur til að kanna hvort þær séu eldaðar í gegn.