Krydduð skúffukaka

Krydduð skúffukaka

200 g smjörlíki

2 dl kaffi

3 egg

300 g sykur

350 g hveiti

3 tsk lyftiduft

1 1/2 tsk kanill

1 1/2 tsk negull

1 1/2 tsk engifer

krem:

2 dl flórsykur

1 msk kakó

2 msk mjúkt smjörlíki

1 tsk vanilludropar

1-2 msk uppáhellt kaffi

Kókosmjöl til skrauts

Kaffi og smjörlíki hitað saman í skál í örbylgjunni.

Egg og sykur hrært vel saman áður en kaffi og smjörlíki er bætt útí hrærivélaskálina og blandað við.

Þurrefnum blandað saman við með sleif .

Bakað við 200°c í 35 mín.

Kakan er látin kólna áður en kremið er sett á hana. Stráið kókosmjöli yfir í lokin.