Límónu baka
250 g Bastogne kex
60 g brætt smjör
600 g sæt niðursoðin mjólk (sweetened condensed milk)
160 ml límónu safi
3 eggjarauður
2 tsk fínt rifinn börkur af límónum, græni hlutinn
Þeyttur rjómi (1 peli) með msk af flórsykri til skreytingar
örlítill límónubörkur
Byrjið á að mylja kexið og blandið bræddu smjöri saman við. Setjið kexbönduna í bökuform og þjappið vel saman til að mynda bökuskelina. Bakið við 175°c í 10 mínútur. Leyfið bökuskelinni að kólna.
Þeytið saman eggjarauður og sætu niðursoðnu mjólkina. Bætið límónu safanum og megninu af berkinum saman við. Passið að rifa einungis græna hlutann af lime berkinum, hvíti hlutinn er frekar beiskur á bragðið.
Hellið blöndunni í bökuskelina og bakið í 10-12 mínútur við 175°c.
Kælið bökuna í ísskáp í a.m.k. 2 klst áður en hún er skreytt með þeyttum rjóma og afgangnum af límónuberkinum.