Marsipan vínarbrauð

Marsipan vínarbrauð
(1)

100 g smjör

1/2 dl sykur

250 g hveiti

1 egg

1/4 tsk möndludropar

Fylling:

100 g marsipan, rifið

1/2 grænt epli, flysjað og þunnt skorið

50 g smjör

50 g sykur

kanill

Allt í deigið unnið saman í matvinnsluvél og hrært þar til það myndar kúlu.

Gott er að geyma deigið í kæli til að það haldist betur saman þegar það er flatt út.

Marsipanið er raspað gróft niður.

Deigið er flatt út í breiða lengju, fyllingunni dreift eftir endilangri miðju deigsins og skornar eru rákir á ská í deigið, að fyllingunni, til að hægt sé að flétta deigið yfir fyllinguna.

Til að setja fyllinguna er gott að strá kanil yfor miðju deigsins endilangt, mylja saman helminginn af smjörinu og sykrinum þar yfir, raða þunnum eplasneiðum þar yfir, meiri kanil, afganginn af sykri og smjöri og enda á rifnu marsipaninu. Deig renningarnir eru svo brotnir inn yfir fyllinguna sitt á hvað til að gera fléttuáferð.

Bakað við 175°c í 25-30 mínútur eða þar til vínarbrauðin eru farin að tala örlítinn lit.

Síðan er hægt að útbúa smávegis glassúr úr flórsykri og vatni til að skreyta og jafnvel strá smávegis hökkuðum valhnetum eða möndlum til að skreyta.