Mexíkósk kjúklingabaka

Mexíkósk kjúklingabaka
(1)

2 bollar soðin hrísgrjón (380 g)

1/2 tsk salt

1/2 tsk pipar

2 msk taco krydd (eitt bréf)

500 g kjúklingahakk

1 lítill laukur saxaður smátt

1-2 msk olífuolía

1 dós black beans

2 dósir hakkaðir tómatar

1 bolli rifinn 17 % ostur (120 g)

Hugmyndir að meðlæti: sýrður rjómi, vorlaukur og salsasósa

Steikja kjúklingahakk á pönnu ásamt lauk. Bæta kryddi saman við og steikja í nokkrar mínútur. Blanda tómötum, baunum, grjónum við kjúklingablönduna og setja í ofnfat. Strá osti yfir og baka þar til osturinn er farinn að brúnast aðeins. Borið fram með góðu salati og sýrðum rjóma.