Mexíkósk kjúklingasúpa

Mexíkósk kjúklingasúpa

3-4 kjúklingabringur

3 paprikur (rauð, gul og græn)

2 gulrætur

1/2 blaðlaukur

2 hvítlauksgeirar

1 laukur

1 rautt chili, smátt skorið

1 msk olía

1 dós saxaðir tómatar

1 ferna passata

4 teningar kjúklingakraftur

2 teningar grænmetiskraftur

3 msk milt karrý

1/4 tsk cumin

3 l vatn

70 g tómatpúrra

200 g Philadelphia light rjómaostur

salt og pipar

Saxið grænmetið smátt og steikið í 1/2 msk af olíunni í stutta stund á pönnunni.

Setjið grænmetið í stóran pott, bætið vatninu, tómatpúrru, karríi, kjúklinga- og grænmetiskrafti, cumin, tómötum og passata saman við og látið malla á meðan þið steikið kjúklinginn. Setjið steiktan kjúklinginn út í súpuna og leyfið að sjóða við vægan hita í 10 mínútur. Setjið rjómaostinn út í súpuna rétt áður en hún er borin fram og hitið upp að suðu.

Borið fram með tortilla flögum, sýrðum rjóma og rifnum osti.