Mexíkósk nautabaka

Mexíkósk nautabaka

1 dl undanrenna

1 tsk þurrger

25 g smjör

30 g haframjöl

125 g hveiti eða blanda af hveiti og heilhveiti

fyllingin:

250 g nautahakk

1 krukka salsasósa (300 g)

bréf taco seasoning

100 g rifinn ostur

rjómaostur (má sleppa)

Græn paprika (má sleppa) smátt skorin

Gerið er leyst upp í volgri mjólkinni og leyft að standa í nokkrar mínútur.

Allt hnoðað saman og flatt út í form og deigið á að ná upp kantana eins og pæ. Stinga á deigið vel með gaffli til að koma í veg fyrir loftbólur við baksturinn.

Forbaka botninn í 10-15 mínutur á meðan er hægt að gera fyllinguna.

Hakkið er steikt á pönnu, kryddað með taco kryddi og látið krauma með smá vatni, paprikunni og krukku af salsa sósu.

Smyrja forbakaðan botninn með smá rjómaosti og hella hakkblöndunni yfir. Toppa með osti og baka þar til osturinn er bráðinn.

Gott að bera fram með fersku salati, lime og avocado.