Millionaire´s shortbread (karamellukaka)

Millionaire´s shortbread (karamellukaka)
(2)

Kexbotn:

180 g hveiti

125 g saltað smjör

50 g sykur

Fylling:

150 g ósaltað smjör

150 g dökkur púðursykur

ca 310 g dós condensed mjólk (sæt niðursoðin)

Á toppinn:

200 g mjólkursúkkulaði

135 g maltesers

Hita ofninn í 160°c. Klæða 20 cm ferkantað mót með bökunarpappír. Vinna saman hveiti, salt og sykur í matvinnsluvél. Hnoða hráefnum saman í botninn og þjappa með fingrunum í kökuformið. Pikka með gaffli. Baka í 30 mín. Láta kólna alveg áður en næsta skref hefst.

Fyllingin:

Bræða saman smjör og sykur í potti og bæta síðan niðursoðnu mjólkinni út í pottinn. Hræra stöðugt í þar til karamellublandan hefur þykknað aðeins. Hella karamellunni yfir kexbotninn. Láta í kæli þar til karamellan hefur kólnað.

Bræða að lokum rjómasúkkulaðið yfir vatnsbaði og smyrja yfir karamelluna. Hella Maltesers kúlum yfir. Láta súkkulaðið stífna aðeins og skera síðan í bita.