Mjúkar pretzels
3,5 dl volgt vatn
1 msk sykur
1,5 tsk salt
2,25 tsk þurrger
10-11 dl hveiti
60 g brætt smjör
Hálfur pottur sjóðandi vatn
1 msk matarsódi
rauða úr einu eggi
1 tsk vatn
gróft salt
Blanda saman vatni, salti, sykri og geri. Láta standa í nokkrar mínútur til að gerið fari að freyða.
Bæta við hveiti og smjöri og hnoða deigið vel saman. Láta deigið hefast í 30-40 mín á heitum stað.
Skipta deiginu í 8 hluta og rúlla út lengjur. Móta kringlu úr hverri lengju:
Setja matarsódann út í sjóðandi vatnið og setja eina kringlu í einu ofan í pottinn. Kringlurnar á að sjóða í hálfa mínútu og veiða síðan upp úr pottinum.
Slá eggjarauðuna saman með 1 tsk af köldu vatni. Setja soðnar kringlur á bökunarpappírsklædda plötu og pensla með eggjarauðublöndunni og strá salti yfir.
Baka við 225 °c þar til kringlurnar hafa tekið gullinn brúnan lit