Möndlukaka
Þessi vekur upp margar góðar minningar og kemst ansi nærri þessari sem fékkst út í bakaríi.
150 g smjörlíki
150 sykur
2 egg
100 g hveiti
50 g malaðar möndlur
1 tsk möndludropar
Glassúr:
2 dl flórsykur (120 g)
nokkrir dropar bleikur eða rauður matarlitur
1-3 tsk af vatni
Hræra saman sykur og smjörlíki, bæta eggjum einu í einu útí og hræra vel. Hræra saman við þurrefnum og dropum. Baka við 180°c í 45 mín.
Glassúrinn er hrærður saman og það er best að bæta vatninu saman við í smá skömmtum til að glassúrinn verð ekki of þunnur.