Möndlusmákökur með kirsuberjum
200 g fínt malaðar möndlur (möndlumjöl)
100 g flórsykur
1/4 tsk vanilludropar
1/2 tsk möndludropar
2 eggjahvítur
nokkur kokteil kirsuber skorin í tvennt
Byrjið á að blanda vel saman flórsykri og möndlumjölinu.
Í annarri skál má stífþeyta eggjahvíturnar.
Bætið bragðdropum og stífþeyttum eggjahvítunum út í mjölið og blandið vel saman.
Setjið deigið í sprautupoka með opnum stjörnustút. Sprautið deiginu á bökunarpappír og stingið hálfu kirsuberi í miðju hverrar köku. Bakið við 180°c í 10 mínútur eða þar til kökurnar fara að taka örlítinn lit.
Geymist í loftþéttu boxi.