Muffuletta brauð

Muffuletta brauð

1 bolli volgt vatn

1 msk sykur

1 bréf þurrger (2 tsk)

3 bollar hveiti (480 g)

1,5 tsk salt

2 msk olífuolía

sesamfræ ofaná brauðið

Hnoða deigið og láta brauðið hefast þar til það hefur tvöfaldað stærð sína. Móta kúlu og setja sesamfræin ofaná.

Bakað við 220 °c í 10 mínútur og lækka síðan hitann niður í 175 °c. Láta bakast í 25 mínútur til viðbótar á lægri hitanum. Það á að heyrast holhljóðef bankað er í botninn á fullbökuðu brauði. Best er að láta brauðið kólna alveg áður en það er skorið.

Svo er bara að fylla brauðið með flottu áleggi og skella því í picnic körfuna ásamt brauðhníf.

Hugmyndir að fyllingu er td hunangssinnepsdressing, icebergkál, ostur og reykt skinka.

Hefðbundin muffuletta samloka er með einhverskonar ólífu pickle með ýmsu rótargrænmeti, nokkrum tegundum af áleggi og osti.