Ólífu og ostafyllt brauð
2 tsk þurrger
1 tsk sykur
1 bolli vatn
2 msk olía
2 tsk oregano
1 tsk salt
500 g hveiti
150 g rifinn ostur
hálf krukka svartar ólífur, saxaðar
Leysa gerið upp í volgu vatni ásamt sykri. Blanda saman við olíu og þurrefnum. Hnoða deigið saman og láta hefast í 40 mín. Fletja deigið út í 30 x 25 cm ferning og setja ostinn og ólífurnar í rönd eftir miðju deiginu. Rúlla upp deiginu í lengju og stingið endunum undir deigið til að loka endunum. Láta hleifinn hefast í 30 mín og baka síðan við 180°c í 25-30 mín. Spreyja brauðið með vatni áður en það er sett í ofninn til að fá stökka skorpu. Láta brauðið standa í 5-10 mínútur áður en það er skorið.