Ólífustykki
Þessi gerir fjögur vegleg rúnstykki:
250 g brauðhveiti
1 tsk þurrger
1 tsk salt
140 ml volgt vatn
1 msk smjör eða smjörlíki
1/2 tsk sykur
50 g svartar ólífur
1 tsk oregano
Láta þurrger, vatn og sykur saman í skál og leyfa gerinu að freyða (10 mínútur) áður en þurrefnum er bætt út í skálina. Hnoðað og leyft að hefast þar til deigið hefur tvöfaldast að stærð. Skipta deiginu í fjóra hluta. Mótið kúlur úd deiginu fletjið hvern hluta út með kökukefli í 2 cm þykkt stykki.
Leyfið rúnstykkjunum að hefast og bakið síðan við 220°c í 10-15 mínútur.