Páskabollur
3 tsk þurrger
230 ml volg mjólk
75 g sykur
50 g brætt smjör
40 g ljósar rúsínur
rifinn börkur af sítrónu
450 g hveiti
1 egg
1 tsk salt
1 3/4 tsk kanill
1/2 tsk all spice
2 tsk múskat
1/4 tsk negull
1/4 tsk engifer
1/4 tsk kóríander
Leysið gerið upp í volgri mjólk. Leyfið gerinu að standa í 10 mínútur áður en þurrefnum, eggi, sítrónuberki og smjöri er bætt við deigið.
Hnoðið og leyfið deiginu síðan að hefast þar til það hefur tvöfaldast að stærð.
Kýlið deigið niður og skiptið í 12 bollur. Látið hefast aftur í 30 mínútur.
Hitið ofninn í 175°c.
Blandið 4 msk hveiti og vatni saman í skál svo að úr verði eins og þykkur glassúr. Sprautið hveitijafningnum með sprautupoka yfir bollurnar í kross eftir að þær hafa lyft sér og setjið inn í heitan ofn.
Bakið við 175°c í 20-25 mínútur.
Penslið með vatnsþynntu hunangi eða vatnsþynntu bökunarsírópi um leið og bollurnar eru teknar út úr ofninum.