Pastabaka með mexíkóosti

Pastabaka  með mexíkóosti
(1)

250 g þurrt pasta

Hálfur skinkupakki skorinn smátt

50 g pepperoni

Niðurskornir sveppir, þunnt skornir magn fer eftir smekk

Hálf rauð paprika skorin í bita

1 hvítlauksgeiri rifinn eða fínt saxaður

250 ml léttmjólk

Hálfur mexikóostur, rifinn

1/4 piparostur. rifinn

Paprikukrydd

Ítalskt pastakrydd frá pottagöldrum

100 g rifinn ostur

Sjóða pastað og sigtið og setjoð í ofnfat.

Sveppirnir, pepperoni, paprikan og hvítlaukurinn steikt upp úr smjöri og kryddað með paprikukryddi og smá salti.

Í öðrum potti bræðirðu mexíkóostinn og piparostinn á lágum hita með mjólkinni og kryddar með pastakryddinu og paprikukryddi. Skinkunni er bætt út í sósuna og hun látin sjóða við vægamn hita þar til sósan er orðin sæmilega þykk.

Sveppir og pepperoni er blandað að lokum saman við pastað. Sósunni hellt yfir og rifinn ostur settur yfir. Látið bakast aðeins þar til það er orðið gyllt.