Pavlova með ferskum ávöxtum
4 eggjahvítur
200 g sykur
1 tsk maís sterkja
Hitið ofninn í 150°c. Stífþeytið eggjahvíturnar með sykri og bætið maíssterku varlega saman við með sleikju. Smyrjið blöndunni á bökunarpappír.
Ef á að gera tveggja hæða köku er hægt að gera tvo minni botna í staðinn fyrir einn stóran. Ég reyni að gera botnana hringlaga en þeir sem eru fullkomnunarsinnar geta dregið hring á pappírinn fyrst með því að nota blýant og disk.
Baka í 150°c í 50 mín neðst í ofninum. Slökkva á ofninum og láta hann þorna í ofninum yfir nótt.
1 peli rjómi ofan á
1 bakki jarðarber skorin
bláber
vínber skorin í tvennt
ferskjur úr dós skornar í bita
Ef gerðir eru tveir botnar er fyrri botninn smurður með helmingnum af þeytta rjómanum og helmingnum af ávöxtunum er dreift yfir. Seinni botninn er settur ofaná og rjóma og ávöxtum dreift yfir. Best er að geyma kökuna í kæli í nokkrar klst til að rjóminn nái að mýkja aðeins upp marengsinn.