Pekanhleifur (brauðvél)

Pekanhleifur (brauðvél)

1 tsk þurrger

400 g brauðhveiti (blár kornax)

1 tsk salt

15 g smjör

3 msk hlynsíróp

280 ml vatn

70 g saxaðar pekan hnetur

Sett í brauðvél, hefðbundið prógramm.

Ef þú átt ekki brauðvél er þetta aðeins meiri vinna:

Að sjálfsögðu má gera þetta í ofninum en þá þar að leysa upp gerið í volgu vatni, bíða 10 mín, setja allt annað saman við og hnoða síðan brauðið vel. Leyfa því að hefast, setja síðan í form, hefast aftur og baka að lokum í 200°c í u.þ.b 30 mín eða þar til brauðið hefur tekið réttan lit og það heyrist holhljóð ef bankað er í botninn á brauðinu.