Pestó brauð
1 tsk þurrger
1 tsk sykur
290 ml ylvolgt vatn
400 g brauðhveiti
1 tsk salt
2 msk grænt pestó
70 g furuhnetur
Byrjið á að leysa ger og sykur upp í vatninu. Lefið að standa í 10 mín.
Blandíð út í hveiti, pestó, salti og fururhnetum. Hnoðið og leyfið að leyfta sér í a.m.k. 30 mínútur. Hnoðið deigið aftur og setjið í smurt brauðform. Látið brauðið lyfta sér aftur í 30 mín og bakið síðan við 200°c í 20-30 mín eða þar til brauðið hefur tekið fallegan lit.
Að sjálfsögðu er hægt að baka brauðið í brauðvél en þá er best að nota hefðbundna brauðstillingu.