Pizzasnúðar
850 gr hveiti
1 tsk sykur
1 tsk salt
1 bréf þurrger
5 dl mjólk
150 gr matarolía
smá oregano og timjan
Fylling:
pizzasósa
100-200 g rifinn ostur
Velgið mjólkina. Setjið olíuna út í, því næst þurrger og loks hveiti og salt ásamt oregnao og timjan.
Hnoðið og látið deigið lyfta sér í um það bil 1 klukkustund.
Fletjið deigið út og smyrjið pizzasósunni yfir. Stráið yfir rifnum osti.
Rúllið upp deiginu og skerið í hæfilega þykkar sneiðar. Það skemmir ekki að dreifa smá osti yfir snúðana þegar þeir eru komnir á plötuna.
Raðið á ofnplötu og látið lyfta sér í um það bil ½ klukkustund.
baka við 200°í 15 mín