Pylsur og pasta
8 pylsur skornar í sneiðar
1 laukur saxaður
1 dós hakkaðir tómatar
300 g gulrætur
4 hvítlauksgeirar
oregano chili karrí salt
hálf dós sýrður rjómi (10%)
150 g heilhveiti penne pasta
smá olía til steikingar
1-3 dl vatn eða eftir þörfum
Steikja 2 msk karrí í smá olíu og bæta lauk út á pönnuna. þegar laukurinn er orðinn mjúkur er hvítlauk, pylsum og gulrótum bætt við ásamt tómötum. Þetta er látið malla þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar, það þarf oftast að bæta svolitlu vatni við réttinn þar sem gulræturnar eru lengi að mýkjast. Krydda vel með oregano, salta örlítið og smakka til með chili. Rétt áður en rétturinn er borin fram er hálfri dós af sýrðum rjóma hrært saman við réttinn. Borið fram með soðnu pasta.