Quiche með kirsuberjatómötum og ólífum

Quiche með kirsuberjatómötum og ólífum
(1)

Þessi er heppileg fyrir 2 lítil form (15 cm).

2 blöð blaðdeig (filodeig)

1 bakki kirsuberjatómatar skornir í tvennt

lúkufylli af svörtum ólífum skornar í sneiðar

1/2 dós hreinn smurostur

1 heilt egg

2 eggjahvítur

pipar og salt

30 g rifinn mozzarella ostur

Leggja blaðdeigið í nokkrum hlutum í lausbotna 15 cm form. Setja tómata og ólífur í botninn og blanda smurost, pipar og eggjum saman. Hella eggjablöndunni yfir og strá smá osti að lokum yfir allt saman. Baka við 200 °c í 30 mínútur eða þar til eggjablandan er bökuð í gegn. Þessi er góð bæði heit eða köld og er gott að bera fram með fersku salati.