Ranch kjúklingur

Ranch kjúklingur
(1)

Varúð: Fáránlega auðveld slowcooker uppskrift.

4 kjúklingabringur

400 g philadelpia light rjómaostur

1 pakki hidden valley spicy ranch dressing mix

Til að toppa herlegheitin þegar borið er fram:

Steikt beikon, skorið smátt.

Vorlaukur, sneiddur

Bringur eru settar í botninn á slow cooker, kryddblanda og rjómaostur settur ofaná og eldað í 3-4 klst á high eða 6-8 klst á low.

Að eldun lokini er kjúklingurinn síðan tættur með gaffli í sundur og hrært saman við rjómaostablönduna í pottinum.

Þetta verður ekkert sérstaklega mikið fyrir augað, lítur út eins og kjúklingasalat en steiktu beikoni og vorlauk er skutlað yfir blönduna og þá er hægt að bera þetta fram.

Gott er að nota þetta sem fyllingu í samlokur, hamborgararbrauð, vefjur eða jafnvel í kálvefjur.