Satay sósa
2 msk PB2 (þurrkað hnetusmjörsduft)
1 msk vatn
1 msk sojasósa (helst saltminni)
1 tsk púðursykur
1/8 tsk engifer duft
smá skvetta lime safi (má sleppa)
1 tsk sesamolía
Það er stundum erfitt að finna hnetusmjörsduft og er ekkert því til fyrirstöðu að skipta því út fyrir hreint hnetusmjör en þá er bæði duftinu og vatninu sleppt og settar 3 msk af hnetusmjöri í staðinn.
Öllu er blandað saman í skál og vatni bætt við ef sósan er of þykk. þessi passar einstaklega vel með salati og kjúkling eða sem dipping sósa fyrir vorrúllur.