Snittur með kjúkling og sultuðum rauðlauk

Snittur með kjúkling og sultuðum rauðlauk

3 kjúklingabringur

2 lárperur

1 sítróna

salt og pipar

2 rauðlaukar

1 msk ólífuolía

2 msk púðursykur

3 msk balsamic edik

2 Baguette brauð

Byrjið á að grilla kjúklingabringurnar og leyfið þeim að kólna.

Takið lárperurnar og maukið vel saman með gaffli ásamt safanum úr einni sítrónu. Kryddið til með salti og pipar.

Skerið rauðlaukinn í tvennt og sneiðið síðan í þunnar sneiðar. Hitið olíuna á pönnu og mýkið laukinn í olíunni. Bætið púðursykri og balsamic ediki út á pönnuna og steikið aðeins áfram.

Til að útbúa snitturnar er brauðið skorið í hæfilegar sneiðar og hver sneið smurð með lárperumauki, klettasalat sett þar ofaná.

Skerið kjúklinginn í þunnar sneiðar og setjið ofan á klettasalatið og toppið með sultuðum rauðlauk.

Einnig er hægt að nota sömu fyllingu í upprúllaða tortillu bita.