Söltuð karamellusósa

Söltuð karamellusósa
(1)

1/2 bolli (1,2 dl) hlynsíróp

2 msk smjörlíki

smávegis gróft salt

Hita sírópið í potti, ná upp góðri suðu, bæta við smjörlíki og leyfa blöndunni að sjóða þar til karamellan þykknar og verður seigfljótandi. Taka af hitanum og setja saltið saman við.

Þessi er góð út á ís eða popp eða bara nánast allt nema nautasteikina :)

Karamellupopp er einfaldlega gert þannig að poppaður er einn poki af örbylgjupoppi, poppinu er dreift á bökunarpappír og karamellusósunni er hellt yfir og látið storkna í 2-3 mín.

Svo er bara að reyna að klára ekki poppið áður en maður kemst inn í stofu til fjölskyldunnar því þetta er svo gott.