Subway smákökur

Subway smákökur
(1)

175 g brætt smjör

220 g púðursykur

110 g sykur

1 msk vanilludropar

1 egg

1 eggjarauða

300 g hveiti

1 tsk lyftiduft

100 g hvítir súkkulaðidropar

50-100 g gróft saxaðar macadamia hnetur

Smjöri, púðursykri, sykri og vanilludropum blandað vel saman.

Eggjunum bætt út í og þeytt vel saman.

Sigta hveiti og lyftiduft, hræra því svo samanvið með sleif.

Síðast fara súkkulaði og hnetur í blönduna.

Búnar til frekar stórar kúlur (ég nota matskeið til að skammta deig á bökunarpappírinn) og bakað við 180°c í 12-17 mín.