Sweet chili hummus snittur

Sweet chili hummus snittur
(1)

2 dósir kjúklingabaunir, skolaðar

klípa salt

4 msk tahini

1 tsk paprikukrydd

4 tsk sítrónusafi

1-2 dl sweet chili sósa

2-3 baguette brauð

1 rauð paprika

1 búnt graslaukur

Baunir, krydd, 1 dl chili sósa og sítrónusafi eru sett í matvinnsluvél og maukað þar til hummusinn nær sléttri áferð. Bætið við sweet chili sósu eftir þörfum til að þynna hummusinn þar til ákjósanlegri áferð er náð.

Setjið hummusinn í sprautupoka með stjörnustút.

Sneiðið baguette brauðið og ristið létt á bökunarplötu.

Sprautið hummusnum á hverja sneið og toppið með smávegis sweet chili sósu, skreytið með sneiddri papriku og graslauk.