Mjúkar taco skálar

Mjúkar taco skálar
(2)

Þessi er mjög krakkavæn og er hægt að bæta ýmsu við hana eins og piparosti og jalapeno eftir smekk hvers og eins.

250 g nautahakk

lítil dós maís

1/4 smátt sneidd paprika

krukka af salsasósu eða bolognese sósa

1 rifin gulrót

50 g ostur

4 hveiti tortillur skornar í fernt

Troða hverjum tortillakökuhlutanum í holu á muffins formi. Steikja hakkið ásamt grænmeti og sósu. Mýkja grænmetið í sósunni og blanda að lokum maísbaununum saman við. Setja 1-2 kúfaðar matskeiðar af kjötblöndunni í hvert hreiður og dreifa smá osti yfir.

Baka í 5-10 mínútur við 200°c til að bræða ostinn.

Gott að bera fram með sýrðum rjóma og auka salsa.