Tandoori kjúklingur

Tandoori kjúklingur

800 g kjúklingur (lundir og úrbeinuð læri)

Fyrri kryddlögur:

1 tsk salt

1/2 msk engifersmauk

1/2 msk hvítlauksmauk

1 tsk paprika

örlítið af cayenne pipar

2 msk sítrónusafi

Blandið fyrsta kryddlöginn í stóra skál og leyfið kjúklingnum að liggja í leginum í kæli í 30 mín. Látið jógúrtina í kaffifilter á meðan fyrir seinni kryddlöginn.

Seinni kryddlögur:

250 g hreint jógúrt sem hefur verið sett í gegnum kaffipoka

1 tsk garam masala

2 msk olía

1/4 tsk kanill

1/2 tsk paprika

1/2 tsk milt chiliduft

1/8 tsk cayenne pipar

1 tsk salt

rauður matarlitur (duft)

Blandið saman kryddum og matarlit fyrir seinni marineringu í litla skál og hrærið olíunni samanvið til að búa til kryddmauk. Setji kryddmaukið út í skálina með kjúklingnum ásamt síaðri jógúrtinni.

Hrærið vel í svo að kjúklingurinn sé hjúpaður í jógúrtblöndunni. Leyfið kjötinu að marinerast áfram í a.m.k.3 klst í viðbót í kæli.

að eldun lokinni:

1 lime, skorið í báta

1 tsk chaat masala kryddblanda

Leggið kjötið á grillbakka og eldið í 10-15 mínútur á grilli eða 25-30 mínútur í ofni við 200. (kjötið á að ná 70°c kjarnhitastigi).

Dreifið chaat masala yfir eldaðan kjúklinginn og kreistið örlítð af lime safa yfir kjötið. Berið fram með lime bátum ásamt soðnum basmati grjónum, naan brauði og raita.

Raita:

Jógurt, síuð

salt

1/2 tsk ristuð cumin fræ

1 msk smátt saxaður rauðlaukur

1 msk söxuð mynta

1 msk rifin gúrka