Thai grænmetissoð
Þessi hentar vel fyrir tvo:
150 g sveppir, sneiddir
2 stilkar sítrónugras, saxað
1-2 cm bútur engifer, rifinn
1 vorlaukur, skorinn í sneiðar
1 rauður chili, skorin og fræhreinsaður
800 ml grænmetissoð
2 msk sojasósa
100 g ferskur minimais, skorinn í bita
80 g belgbaunir (mange tout) skornar í þrennt
Steikja saman í smá soði (2-3 msk af soði) sveppi, engifer, sítrónugras, vorlauk og chili. Bæta við restina af soðinu ásamt minimais og sojasósu.
Látið sjóða í 5 mínútur.
Bætið við belgbaunum og sjóða í 3 mínútur til viðbótar.