Yorkshire búðingur
3 egg
100 g hveiti
1/4 tsk salt
160 ml mjólk
4 msk grænmetisolía eða sólblómaolía
Byrjið á að hita ofninn í 225°c.
Blanda saman hveiti og salti. Bætið eggjum og hrærið mjólkinni saman við smátt og smátt til að fá kekkjalaust deig.
Setjið hálfa teskeið af olíu í hvert hólf á 12 hólfa muffins formi.
Setjið muffins formið í ofninn og hitið þar til vel heitt.
Takið muffins formið varlega úr ofninum og skiptið deiginu á milli hólfanna. Setjið strax aftur inn í heitan ofninn og bakið í 20-25 mínútur þar til gullinnbrúnt.