Graskersrúlluterta

Graskersrúlluterta

100 g hveiti

1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1/2 msk kanill

1/2 tsk engifer

1/4 tsk negull

1/4 tsk salt

3 egg

200 g sykur

160 g grasker úr dós

Rjómaostakrem:

200 g flórsykur

100 g rjómaostur

1 tsk vanilludropar

klípa salt

örlítil mjólk ef þarf að þynna kremið, auka flórsykur ef það er of þunnt

Forhitið ofninn í 190°c.

Byrjið á að þeyta saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Sigtið þurrefnin saman við og blandið að lokum garskerinu út í varlega með sleif. Ekki hræra of mikið í deiginu.

Setjið bökunarpappír á ofnskúffu og penslið yfir pappírinn með bragðlítilli olíu. Hellið deiginu á bökunarpappírinn og dreifið úr því með sleikju til að það sé jöfn dreifing.

Bakið í 15 mínútur.

Á meðan kakan er enn heit þarf að rúlla bakaðri kökunni upp með pappírnum og láta hana kólna upprúllaðri á kæligrind.

Þegar kakan hefur kólnað má útbúa kremið og afrúlla kökunni og smyrja kreminu á botninn.

Rúllið kökunni aftir upp en án bökunarpappírsins í þetta skiptið og að endingu má dusta smávegis flórsykri yfir kökuna.

Best er að geyma kökuna í kæli til að rjómaostakremið sé sem ferskast. Kakan geymist í 4 daga í kæli.