Lakkrís fudge

Lakkrís fudge

1 dós niðursoðin mjólk, sæt

450 g sykur

115 g smjör

150 ml mjólk

4-6 tsk lakkrísduft

smávegis svartur matarlitur, gel (má sleppa)

Lakkrísduftið sem ég nota í þessari uppskrift hefur fengist á netverslun sem heitir slikkeri.is en einnig hefur svipað duft fengist frá danska merkinu Bülow. Þetta er alls EKKI það sama og saltlakkrísduftið úr matvöruverslunum.

Hita mjólk, sykur og smjör í potti að 115°c og hrærið stöðugt í pottinum á meðan til að koma í veg fyriri að blandan brenni við. Þarna er gott að notast við digital hitamæli.

Takið pottinn af hitanum og leyfið að standa í nokkrar mínútur og kólna áður en lakkrísdufti og matarlit er hrært saman við. Það má alveg sleppa því að nota matarlit en ef hann er notaður er best að nota örlítið af svörtum matarlit í gel formi.

Hrærið vel og lengi í blöndunni (um 10 mínútur) þar til hún nær þykkri og mattri áferð (minnir svolítið á smjörkrem í þurrari kantinum. Hellið blöndunni í síðan í bökunarpappírsklætt form og sléttið úr henni með sleikju.

Leyfið karamellunni að storkna í 2-3 klst áður en hún er tekin úr forminu og skorin í passlega bita.

Geymið í loftþéttu boxi. Geymsluþolið er meira ef karamellan er geymd í kæli.