Tacopizza
Pizzadeig:
300 g hveiti
180 ml volgt vatn
1 tsk þurrger
1/2 tsk salt
1 msk olía
Hakkblanda:
250 g nautahakk
1 tsk cumin
1/2 tsk maldon salt
1/2 tsk paprika
1/2 tsk milt chili duft (t.d. mexican chili frá McCormick)
1/2 tsk hvítlauksduft
1/2 lítill laukur, fínt saxaður
1 dl passata
Toppur:
lítil krukka salsa sósa
50-100 g rifinn ostur
1/2 dl maís
1/2 stk græn paprika
tortilla flögur
iceberg kál
bleikur laukur
Ef á að nota bleikan lauk er gott að gera hann að morgni til og leyfa honum að liggja í leginum í kæli yfir daginn eða jafnvel yfir nótt.
Byrjið á að útbúa pizzadeig og leyfið því að hefast. Á meðan deigið hefast er gott að útbúa hakkblönduna.
Steikið hakkið á pönnu og bætið við kryddum og passata. Leyfið hakkblöndunni að krauma við vægan hita í 5 mínútur og takið síðan af hitanum.
Fletjið deigið út á bökunarplötu og smyrjið salsa sósu á botninn. Stráið hakkblöndunni þar yfir og síðan er maís og papriku dreift yfir. Stráið osti yfir og bakið við 200°c þar til kantarnir eru fallega gullinbrúnir.
Eftir bakstur má dreifa yfir sneiddu jöklasalati, bleikum rauðlauk og tortilla flögum.